Ábyrgð og þjónusta

Með öllum nýjum Honda bifreiðum fylgir 5 ára ábyrgð og þjónustuskoðanir í 3 ár.*

Honda bifreiðar eru framleiddar eftir ströngustu kröfum um vandaðan frágang og efnisval og eru í afar háum gæðaflokki.

Mikilvægt er að halda bifreiðinni í góðu ástandi og þess vegna hefur framleiðandi sett fram fyrirmæli um kerfisbundið þjónustueftirlit.

Áríðandi er að farið sé eftir þeim fyrirmælum og ábendingum sem þar eru gefin og að þjónustan sé framkvæmd af aðilum sem ráða yfir tæknilegum upplýsingum, sérverkfærum, sérþjálfuðum bifvélavirkjum til að sinna þessari þjónustu og Honda bilanagreini sem tryggir að nauðsynlegar hugbúnaðaruppfærslur séu framkvæmdar.

Við hvetjum þig eindregið til að nýta þér þessa þjónustu. Það eykur öryggi þitt á ferðalögum og verðmæti bifreiðarinnar þegar hún eldist.

5 ára ábyrgð og innifalin þjónustuskoðun fyrstu 3 árin.

Með öllum nýjum Honda bifreiðum fylgir 5 ára ábyrgð og þjónustuskoðanir fyrstu 3 árin.

*Innifalin þjónustuskoðun miðast við 10.000 km ekna á ári í þrjú ár. Nái bifreiðin 30.000 km innan þriggja ára fellur innifalin þjónustuskoðun niður eftir það.

Nýr Honda e:Ny1
Honda-Civic-hvítur-á ferð við brú
Honda CR-V á ferðinni

Með ábyrgðaryfirlýsingu þessari er verið að tryggja betri rétt kaupanda. Askja ber sem seljandi bifreiðarinnar ábyrgð á þeim göllum sem kunna að vera á henni við afhendingu í samræmi við ákvæði laga um lausafjárkaup og eftir atvikum laga um neytendakaup. Til að tryggja enn betur hagsmuni viðskiptavina sinna lýsir Askja, fyrir hönd Honda, því yfir að tilteknir hlutar bifreiðarinnar séu í lagi og haldi fullri virkni í allt að fimm ár.

Ábyrgðaryfirlýsing þessi er háð ákveðnum skilyrðum, s.s. að reglubundnu þjónustueftirliti sé sinnt samkvæmt fyrirmælum framleiðanda. Nánari útlistun á skilyrðunum er að finna hér fyrir neðan.

Honda selur ekki eingöngu bifreiðar sem líta vel út í sýningarsal, heldur vill Honda að þú njótir bifreiðarinnar á komandi árum.

Skilgreiningar

  • Ábyrgðin nær til Honda bifreiðarinnar þinnar að því gefnu að hún hafi upphaflega verið keypt af viðurkenndum söluaðila Honda og skráð á Íslandi. Ekki er víst að ábyrgð framleiðanda sé í gildi hafi Honda bifreiðin þín ekki verið keypt innan opinbers dreifingarkerfis Honda á evrópska efhnahagssvæðinu (EES).

    Við gætum þurft að fá staðfestingu á kaupunum innan dreifingarkerfisins áður en við getum staðið við ábyrgðina. Bifreiðar sem eru framleiddar fyrir markaði utan EES eru ekki í ábyrgð framleiðanda í landi innan EES.

  • Til að uppfylla ábyrgðarskilmálana þarf að fara með Honda bifreiðina þína í reglubundið þjónustueftirlit samkvæmt fyrirmælum framleiðanda.

    Skýrslur um reglubundið viðhald á að fylla út þegar viðhaldsþjónustan er innt af hendi. Geymdu allar kvittanir og hafðu þær aðgengilegar ef ágreiningur rís um viðhald bifreiðarinnar.

    Þjónustuskoðun er innifalin fyrstu þrjú árin og miðast við 10.000 km fresti, á hverju ári í þrjú ár eða þrjár þjónustuskoðanir í heild.

    Eftir að bifreið nær 30.000 km eða 3 ára aldri hvort sem á undan kemur fellur innifalin þjónustuskoðun niður.

    Eigandi ber kostnað af þjónustuskoðun eftir 3 ár eða 30.000 km.

  • Farðu með Honda bifreiðina þína ásamt þjónustuhandbók bílsins til viðurkennds þjónustuaðila Honda. Allir viðurkenndir þjónustuaðilar Honda geta annast viðgerðir sem falla undir ábyrgð.

    Þér ber að yfirfara bifreiðina reglulega með tilliti til ripsa og steinkasts eða annarra skemmda á lakki. Þessar skemmdir þarf að lagfæra án tafar.

    Dæmi um ráðlagða reglulega yfirferð Honda bifreiðar:

    • Yfirfara olíumagn vélarinnar
    • Athuga magn/gæði bremsuvökva
    • Athuga magn kælivatns
    • Ath magn rúðuvökva
    • Yfirfara ljós
    • Yfirfara loftþrýsting dekkja og ástand.

    Allar helstu upplýsingar og ýmis ráð eru að finna í þjónustuhandbók.

  • Ekki er víst að ábyrgðin sé í gildi ef Honda bifreiðin þín var ekki upphaflega nýskráð af viðurkenndum söluaðila Honda á Íslandi.

    Ábyrgðin gildi eingöngu fyrir ökutæki með evrópskri gerðarviðurkenningu.

    Honda ábyrgist að nýja bifreiðin þín búi yfir gallalausum efnisþáttum og framleiðslu. Viðurkenndur þjónustuaðili Honda annast allar viðgerðir og notar eingöngu nýja eða endurframleidda varahluti til að leysa öll þau vandamál sem upp kunna að koma og falla undir ábyrgð þér að kostnaðarlausu. Allir varahlutir sem notaðir eru til viðgerða sem falla undir ábyrgðina eru eingöngu í ábyrgð út upprunalegan ábyrgðartíma bifreiðarinnar.

    • 12V rafgeymir er í ábyrgð í 36 mánuði eða 100.000 km.*
    • Hybrid & EV íhlutir eru í ábyrgð í 60 mánuði eða 150.000 km.*
    • EV/HEV/PHEV rafhlaða er í ábyrgð í 96 mánuði eða 160.000 km.*
    • Magn loftfrískunar kælimiðils er í ábyrgð í 24 mánuði óháð ákstri.**
    • Hjólastilling & jafnvægisstilling felgna er í ábyrgð í 1 mánuð eða 1.500km.*
    • Sprungur í framrúðu er í ábyrgð í 3 mánuði eða 1.500 km.*
    • Upprunaleg hljómtæki & leiðsögukerfi er í ábyrgð í 36 mánuði eða 100.000 km.*
    • Lakk á yfirbyggingu er í ábyrgð í 36 mánuði óháð akstri.

    * Frá skráningardegi hvort sem fyrr kemur.

    ** Eftir 24 mánuði einungis ef hlutur af ábyrgðarviðgerð.

  • Ath þetta er ekki tæmandi listi, einungis dæmi um kröfur.

    • Ef reglulegu viðhaldi er ekki sinnt eins og lýst er í þjónustuhandbók.
    • Eðlilegt slit.
    • Notkun á varahlutum / olíum af lægri gæðum/stöðlum sem standast ekki kröfur framleiðanda.
    • Viðgerðir sem eru ekki framkvæmdar á viðurkenndu þjónustuverkstæði.
    • Ef bifreiðinni hefur verið breytt á einhvern hátt sem stenst ekki kröfur framleiðanda.
    • Bifreiðar með breyttan kílómetrateljara.
    • Bifreiðar sem koma utan EES/evrópska efnahagssvæðisins.*
    • Skemmdir í lakki, ryðmyndun sem hægt er að rekja til steinkasts eða annarra utanaðkomandi þátta. (Dæmi: súrt regn, ofanfall, fugladrit, trjákvoða, salt, sterk hreinsiefni o.fl.)

    Sjá þjónustuhandbók fyrir ítarlegri útskýringar og dæmi.

    * Bifreiðar sem eru ekki keyptar innan EES eru ekki í ábyrgð í Evrópu.

    * Bifreiðar sem eru keyptar innan EES en ekki af viðurkenndum þjónustuaðila gætu þurft að framvísa staðfestingu á kaupum innan dreifingarkerfisins áður en ábyrgð er staðfest.

    * Bifreiðar sem eru ekki keyptar af Bílaumboði Öskju njóta ekki 5 ára ábyrgðar heldur einungis 3 ár / 36 mánaða / 100.000 km hvort sem fyrr kemur ef þær standast kröfur Honda.