UMS425E LNET

UMS-425E

Honda fjórgengis sláttuorfið er hljóðlátt og umhverfisvænt og hentar jafnt heimilum sem atvinnunotendum. Honda orfið ryður illgresi, njóla, háu grasi og er auðvelt í notkun í miklum halla og þar sem aðstæður eru erfiðar. Honda hefur með hinum nýja fullkomna fjórgengis örmótor leyst hin dæmigerðu vandamál sem fylgja gömlu tvígengis mótorunum. Fjórgengis mótorinn er hljóðlátari, laus við olíustybb, hann titrar ekki og er öruggur í gangsetningu. Mótorinn er sá eini í heiminum sem getur gengið á hvolfi. Það er alveg sama hvernig hann snýr, hann heldur alltaf fullum afköstum og olíuþrýstingi. Þyngdardreifing og jafnvægi orfsins er fullkomið. Það gerir öllum auðvelt að nota það óháð líkamsstærð, jafnvel langtímum saman. Fjölbreyttur aukabúnaður er fáanlegur til margra verka.

Tækniupplýsingar
Vélargerð:Honda GX 25, 1 strokka, loftkæld fjórgengis bensínvél
Afköst:1,1hö (0,8kW)
Slagrými:25cc
Ræsir:Handstart
Kveikja:Elektrónísk
Blöndungsgerð:Memran
Eldsneytistankur:0,5L
Öxullegur:Ø 26mm
Drifás:Heill driföxul Ø 6mm
Handfang:Einfalt
Öryggisstöðvun:
Titringsdeyfir:-
Þyngd:4,8kg
Staðalbúnaður:Tveggja þráða hálfsjálfvirk þráðspóla og öryggisbúnaður