Bílar

BÍLARNIR FRÁ HONDA

 
Bílar frá Honda eru þekktir fyrir hágæða hönnun og smíði, framúrskarandi tækninýjungar, óbilandi áreiðanleika og margverðlaunað öryggi. 
 • Jazz

  Jazz
  Nýi Jazz Dynamic bíllinn er sá sportlegasti til þessa með einstökum útlitseinkennum eins og gljáandi svörtum álfelgum, svörtum hliðarspeglum og vindskeið að aftan. Undir vélarhlífinni leynist spræk ný 1.5 lítra i-VTEC bensínvél sem býður upp á afl í samræmi við útlitið.

 • Nýr Civic

  Nýr Civic
  Nýi 5 dyra Civic bíllinn er endurhannaður frá grunni og er gott dæmi um hugmyndaauðgi okkar og þá fullkomnun í tækni sem við höfum að leiðarljósi. Útkoman er bíll með einstökum persónuleika og sportlegum anda, bíll sem er gaman að keyra, notalegur, þægilegur og fágaður. Fyrst og fremst bíll sem er byggður utan um það sem skiptir mestu máli. Þig.

 • Civic TypeR

  Civic TypeR
  Honda Civic Type R, hraðskreiðasti fjöldaframleiddi framhjóladrifsbíll heims.

 • Nýr Civic Sedan

  Nýr Civic Sedan
  Nýi 4 dyra Civic bíllinn er endurhannaður og endursmíðaður frá grunni og endurspeglar framsýni okkar og metnað fyrir tæknilegum afburðum. Útkoman er bíll með einstakan persónuleika, bíll sem gaman er að aka, þægilegur, fágaður og rennilegur. Bíll sem er byggður utan um þig, ökumanninn.

 • HR-V

  HR-V
  Nýi djarfi HR-V bíllinn gefur þér meira. Glæsilegur, fjölbreyttur og hagkvæmur, veitir fjölbreytta akstursreynslu með áherslu á fjör og ánægju. Með fallegar línur sportbílsins og hagkvæmt rými og hörku borgarjeppans, er þetta bíll í takti við líf þitt.

 • Nýr CR-V

  Nýr CR-V
  Söluhæsti* sportjeppi heims hefur verið endurbættur og endurhannaður. Útkoman er einstök blanda af djörfu og afgerandi útliti ásamt háþróuðu verkviti. CR-V er hannaður fyrir alla sem hafa ástríðu fyrir að því að keyra og með nýju 1.5 VTEC TURBO bensínvélinni og nýju 2.0 i-MMD hybrid vélinni verður hver ökuferð einstök upplifun. Í fyrsta sinn er CR-V nú fáanlegur í sjö sæta útfærslu í völdum bensínbílum.