HR-V

Nákvæmnishönnun

því lífið er það ekki

Nýi djarfi HR-V bíllinn gefur þér meira. Glæsilegur, fjölbreyttur og hagkvæmur, veitir fjölbreytta akstursreynslu með áherslu á fjör og ánægju. Með fallegar línur sportbílsins og hagkvæmt rými og hörku borgarjeppans, er þetta bíll í takti við líf þitt.

Djarfur og fallegur

rennileg hönnun

Ástríðufull hönnun. Nútímalegt útlit HR-V bílsins er augnayndi og snertir hjartarætur. Hraustlegt sniðið og sportlegu línurnar eru hannaðar til að þér þyki gaman að sjá bílinn og láta sjá þig í honum. Hvert sem leiðin liggur, í helgarferð, til fundar við vinina í bænum, þá smellpassar HR-V.
Allt er þaulhugsað. Smáatriðin skipta miklu máli, t.d. djúpu handföngin og mjókkandi afturrúður. Þetta er bíll sem sópar að; áberandi ljósabúnaður og afgerandi línur, sportleg samlit vindskeið og glæsilegir þakbogar* og með opnanlegu glerþaki er jafn tilkomumikið að horfa inn og út.
 • AÐ HUGSA STÓRT

  AUÐVELDAR ALLT

  Hannaður fyrir þig. Þegar þú þarft að líta af veginum er gott að vita að allt er í seilingarfjarlægð. Allt umhverfi ökumannsins í HR-V er sniðið þannig að allt er á sínum stað. Í mælaborðinu er nýjasta tæknin notuð sem er þó ótrúlega einföld og auðveld í notkun. Með nýja Honda CONNECT snertiskjánum á hljómtækjunum hefurðu stjórn á öllu.

  Annar búnaður er líka handhægur. Tveggja svæða loftstýring þýðir að ferðin verður þægileg bæði fyrir þig og farþegana. Með rafstýrðum speglum og rafdrifnum rúðum ásamt hita í framsætum, verður þér örugglega mjög hlýtt til HR-V bílsins.

ÞÚ ERT Í SAMBANDI

ÞÚ FÆRÐ AFÞREYINGU

Nýja Honda CONNECT hljóm- og upplýsingakerfið í HR-V tryggir þér samband við allt sem þér er annt um, tónlistina þína og vinina.

Honda CONNECT býður upp á frábært samband á ferðalögum með WiFi nettengingu* eða Þráðlausum beini. Honda CONNECT 7 snertiskjárinn verður persónulegur með uppáhaldsmyndunum þínum. Einnig er auðvelt að velja tónlist fyrir ferðalagið með DAB*** og AHA™ netútvarpinu. Þú getur hlustað á uppáhalds net tónlistarveituna þína og útvarpsþætti úr öllum heiminum ásamt fréttum, veðri, íþróttum, hlaðvarpsþáttum og hljóðbókum.

Með Bluetooth tengirðu snjallsímann við handfrjálsa símakerfið í bílnum. Enn fremur er hægt að vafra á netinu á snertiskjánum. Gervihnattarleiðsögn Garmin er möguleg í Honda CONNECT og með einföldum táknum er hægt að fá rauntímaupplýsingar um umferð, hámarkshraða og ókeypis uppfærslu á kortum í fimm ár. Honda CONNECT er einnig með Mirror Link.

NJÓTTU ÞÆGINDANNA

VIÐ HÖFUM HUGSAÐ FYRIR ÖLLU

Hvíldu þig í dagsins önn. Slakaðu á. Við hönnuðum HR-V rúmgóðan til þess að þar væri ánægjulegt að vera. Kannski ertu bara á leið í stórmarkaðinn en það geturðu gert með tilþrifum og haft pláss fyrir allt. Víða leynast gæðamolar í innréttingunni, s.s. krómuð handföng og leðurklætt stýri og gírstöng sem skapar undursamlega tilfinningu í HR-V.

Pláss er oft sagt vera aðalmunaðurinn og í nýja HR-V bílnum ferðast ökumaður og farþegar í hljóðlátu, þægilegu og loftræstu umhverfi. Það vantar ekkert upp á rýmið og langferðirnar verða eins og styttri fyrir vikið.
 • MIKIL AFKÖST

  MJÖG SPARNEYTINN

  Háþróuð tækni sem skilar frábærri skilvirkni í akstri. Það er að þakka nýju vélunum okkar og hönnuninni sem þýðir að þú þarft hvergi að slá af kröfunum. Þú getur valið á milli snörpu og skilvirku 130hö 1.5 i-VTEC bensínvélarinnar og 120hö 1.6 i-DTEC dísilvélarinnar. Báðar eru fáanlegar með 6 gíra beinskiptingu sem tryggir lipran og þægilegan akstur. Að auki fæst nýja 1.5 lítra i-VTEC vélin með CVT sjálfskiptingu sem nýtir aflið til fullnustu. Útkoman er mjúkur og notalegur akstur.

  Þegar við bætist lægri kolefnislosun, færðu snarpari og ábyrgari bíl. Í öllum vélunum er Idle Stop tæknin sem slekkur á vélinni í kyrrstöðu. Hún er ræst sjálfvirkt að nýju þegar þú velur gír og fyrir vikið getur kolefnislosunin farið niður í 104g/km.
  Með því að þrýsta á ECON-hnappinn sparast enn meira eldsneyti. Þegar hann er virkur eru gírar og vél hámörkuð til að spara. Liprara stig á eldsneytisgjöfina stjórnar afli og togi og loftræsting er stillt til að nota minni orku. Þú tekur kannski ekki eftir muninum en þú heimsækir dælurnar ekki eins oft.

Útbúnaður

 

Bensín tækniupplýsingar

 
ExecutiveEleganceComfort
Vél
TegundBensín
1.5 2WD
6 gíra / CVT sjálfskiptur
Bensín
1.5 2WD
6 gíra / CVT sjálfskiptur
Bensín
1.5 2WD
6 gíra
Slagrými (cc)1.4981.4981.498
VentlarKeðjudrifnir DOHCKeðjudrifnir DOHCKeðjudrifnir DOHC
MengunarstaðallEuro 6Euro 6Euro 6
Eldsneyti95 oktan blýlaust95 oktan blýlaust95 oktan blýlaust
Afköst
Hámarkskraftur (Hö @ rpm)130 @ 6.600130 @ 6.600130 @ 6.600
Hámarkstog (Nm @ rpm)155 @ 4.600155 @ 4.600155 @ 4.600
Hröðun 0 - 100 km/klst (sekúndur)10,7 / 11,410,2 / 11,210,2
Hámarkshraði (km/klst)192 / 187192 / 187192
Eldsneytisnotkun & útblástur†
Innanbæjar akstur (l/100km)7,1 / 6,37,0 / 6,17,0
Utanbæjar akstur (l/100km)4,9 / 4,84,8 / 4,64,8
Blandaður akstur (l/100km)5,7 / 5,45,6 / 5,25,6
CO2 við blandaðan akstur (g/km)134 / 125130 / 120130
Stærðir
Heildarlengd (mm)4.2944.2944.294
Heildarbreidd (mm)1.7721.7721.772
Heildarbreidd með hliðarspeglum (mm)2.0192.0192.019
Heildarhæð - óhlaðinn (mm)1.6051.6051.605
Hjólhaf (mm)2.6102.6102.610
Sporvídd að framan (mm)1.5351.5351.535
Sporvídd að aftan (mm)1.5401.5401.540
Lægsti punktur - með ökumanni (mm)170170170
Farþegafjöldi (einstaklingar)555
Snúningshringur - þvermál (m)11,411,411,4
Stýrissnúningar (borð í borð)2,792,792,79
Rými
Farangursrými - aftursæti uppi (lítrar, VDA aðferð)393393431
Farangursrými - aftursæti uppi, farmur upp að glugga
(lítrar, VDA aðferð)
470470448
Farangursrými - aftursæti niðri (lítrar, VDA aðferð)1.0261.0261.026
Heildar farangursrými ásamt neðra hólfi
- aftursæti uppi (lítrar, VDA aðferð)
1.1031.1031.043
Farangursrými - aftursæti niðri, farmur upp að glugga
(lítrar, VDA aðferð)
1.4561.4561.456
Heildar farangursrými ásamt neðra hólfi
- aftursæti niðri (lítrar, VDA aðferð)
1.5331.5331.473
Eldsneytistankur (lítrar)505050
Þyngd*
Eiginþyngd (kg)1.312 / 1.3201.312 / 1.3201.312
Hámarksþyngd (kg)1.7901.7901.790
Hleðslugeta (kg)478 / 470478 / 470478 / 470
Hámarks öxulþungi - framan (kg)965 / 960965 / 960960
Hámarks öxulþungi - aftan (kg)865 / 960865 / 960865
Hámarks dráttarþyngd (kg) með bremsubúnaði1.0001.0001.000
Hámarks dráttarþyngd(kg) án bremsubúnaðar500500500
Hámarksþyngd á dráttarkúlu (kg)707070
Hámarksþyngd á þak (kg)757575

Dísil tækniupplýsingar

 

ExecutiveEleganceComfort
Vél
TegundDísil
1.6 2WD
6 gíra
Dísil
1.6 2WD
6 gíra
Dísil
1.6 2WD
6 gíra
Slagrými (cc)1.5971.5971.597
VentlarKeðjudrifnir DOHCKeðjudrifnir DOHCKeðjudrifnir DOHC
MengunarstaðallEuro 6Euro 6Euro 6
EldsneytiDísilDísilDísil
Afköst
Hámarkskraftur (Hö @ rpm)120 @ 4.000120 @ 4.000120 @ 4.000
Hámarkstog (Nm @ rpm)300 @ 2.000300 @ 2.000300 @ 2.000
Hröðun 0 - 100 km/klst (sekúndur)10,510,110,1
Hámarkshraði (km/klst)192192192
Eldsneytisnotkun & útblástur†
Innanbæjar akstur (l/100km)4,44,24,2
Utanbæjar akstur (l/100km)3,93,83,8
Blandaður akstur (l/100km)4,14,04,0
CO2 við blandaðan akstur (g/km)108104104
Stærðir
Heildarlengd (mm)4.2944.2944.294
Heildarbreidd (mm)1.7721.7721.772
Heildarbreidd með hliðarspeglum (mm)2.0192.0192.019
Heildarhæð - óhlaðinn (mm)1.6051.6051.605
Hjólhaf (mm)2.6102.6102.610
Sporvídd að framan (mm)1.5351.5351.535
Sporvídd að aftan (mm)1.5401.5401.540
Lægsti punktur - með ökumanni (mm)170170170
Farþegafjöldi (einstaklingar)555
Snúningshringur - þvermál (m)11,411,411,4
Stýrissnúningar (borð í borð)2,712,712,71
Rými
Farangursrými - aftursæti uppi (lítrar, VDA aðferð)393393431
Farangursrými - aftursæti uppi, farmur upp að glugga(lítrar, VDA aðferð)470470448
Farangursrými - aftursæti niðri (lítrar, VDA aðferð)1.0261.0261.026
Heildar farangursrými ásamt neðra hólfi - aftursæti uppi (lítrar, VDA aðferð)1.1031.1031.043
Farangursrými - aftursæti niðri, farmur upp að glugga(lítrar, VDA aðferð)1.4561.4561.456
Heildar farangursrými ásamt neðra hólf i- aftursæti niðri (lítrar, VDA aðferð)1.5331.5331.437
Eldsneytistankur (lítrar)505050
Þyngd*
Eiginþyngd (kg)1.3951.3951.395
Hámarksþyngd (kg)1.8701.8701.870
Hleðslugeta (kg)475475475
Hámarks öxulþungi - framan (kg)1.0251.0251.025
Hámarks öxulþungi - aftan (kg)865865865
Hámarks dráttarþyngd (kg) með bremsubúnaði1.4001.4001.400
Hámarks dráttarþyngd (kg) án bremsubúnaðar500500500
Hámarksþyngd á dráttarkúlu (kg)707070
Hámarksþyngd á þak (kg)757575