Jazz

GLEÐILEGAN

AKSTUR

Lífið kemur alltaf á óvart. Hver veit hvað er handan við hornið? Það gæti verið fjölskylduferð upp úr þurru, æfingaferð með vinunum eða heimsókn í húsgagnaverslun til að undirbúa komu nýs fjölskyldumeðlims. Nýi Honda Jazz bíllinn kemur líka á óvart. Vissulega er hann með sömu töfrasætin og nettu hönnunina sem fólk þekkir og kann að meta en nú er hann stærri og miklu betri en áður og tilbúinn fyrir allt sem þú vilt gera í tilverunni.

 • STÍLLINN

  BYRJAR INNI

  Sestu undir stýri á nýja Jazz bílnum og þér líður strax vel, hendurnar finna stjórntækin og nú eru mælarnir skýrari og auðveldara að lesa á þá. Við höfum ekki bara skapað ökumannssæti sem er glæsilegt og úr bestu fáanlegu gæðaefnum. Við höfum líka hugsað fyrir smáatriðum sem gera ökuferðina að upplifun, eins og nýju snertihnapparnir fyrir miðstöðina. En þrátt fyrir glæsileikann er hagkvæmnin enn í fyrirrúmi í nýstárlegri hönnun og framúrskarandi farangursými þar sem er pláss fyrir allt sem á að fara með í ferðina. Þú og farþegar þínir hafa nóg pláss og þægindi til að njóta ferðarinnar.

HAGKVÆMT

RÝMI

Borgarbílar eru þekktir fyrir lipurð og snerpu en þykja sjaldan hagkvæmir. Með nýja Honda Jazz færðu allt þetta. Hann er fjörugur og lipur í akstri með fyrsta flokks rými, leyndum hólfum og snjöllum geymslulausnum hvarvetna. Farangursrýmið er 884 lítra og leynir á sér enda lagar það sig að þörfum þínum. Þegar aftursætin eru lögð niður er pláss fyrir allt frá brimbrettum og reiðhjólum til nýs sjónvarps eða sófaborðs.

Í SAMBANDI

VIÐ LÍFIÐ

Við höfum þróað nýstárlega og snjalla tækni sem bætir hverja ferð.
Í Jazz er nýja Honda CONNECT kerfið í hljómtækjunum og upplýsingakerfinu og með því ertu í samband við allt sem þú elskar í lífinu, tónlistina og vini þína. Honda CONNECT býður frábæra tengingu til að vera í sambandi á vegum úti með WiFi-nettengingu* eða WiFi þráðlausum beini. Auðvelt að velja tónlist fyrir ferðalagið með AHA™ netútvarpinu. Þú getur hlustað á uppáhalds nettónlistarveituna þína og útvarpsþætti úr öllum heiminum ásamt fréttum, veðri, íþróttum, hlaðvarpsþáttum og hljóðbókum.
Með Bluetooth tengirðu snjallsímann við handfrjálsa símakerfið í bílnum. Enn fremur er hægt að vafra á netinu** á snertiskjánum. Gervihnattarleiðsögn Garmin er möguleg í Honda CONNECT.
 • AFLIÐ

  SKILAR SÉR

  Við endursköpuðum allt í nýja Honda Jazz bílnum til að fá meira pláss, geymslurými og glæsileika. Og aðeins meira. Undir vélarhlífinni leynist ný 1.3 L i–VTEC bensínvél sem skilar 102 hestöflum með álíka góðum kolefnistölum.
  Við vildum vera viss um að skiptingin í Jazz væri sú rétta fyrir þig. Hægt er að velja á milli um nýrrar 6 gíra beinskiptingar eða nýrrar CVT sjálfskiptingar sem lagar sig að ökustíl þínum, breytir lipurlega gírhlutfallinu til að hámarka afköst vélarinnar á þeim hraða sem þú hefur valið þér. Eyðslan verður minni og akstursánægjan meiri.
  Báðar skiptingarnar eru afkastamiklar og hagkvæmar en Idle Stop lausagangsstöðvunin sparar enn meira. Þegar þú stöðvar t.d. við umferðarljós slekkur Idle Stop tæknin á vélinni, en ræsir hana sjálfkrafa á ný þegar stigið er á gjöfina. Þetta er kannski smáatriði en skiptir máli þegar til lengri tíma er litið.
 • HANNAÐUR FYRIR

  ÖRYGGI ÞITT

  Lykilatriði í hönnun Jazz er öryggi farþega og annarra. Öryggi farþega þinna, annarra ökutækja og gangandi vegfarenda hefur alltaf verið grundvallarkrafa okkar. Þess vegna er Jazz fullur af hátækni sem er staðalbúnaður í flestum gerðum.
 • VSA STÖÐUGLEIKAAÐSTOÐ

  Fylgist með öllum fjórum hjólum bílsins og reiknar út afl eða hemlunarkraft sem þarf til að halda stjórninni ef veggripið bregst. Í hálku sér þetta kerfi um togkraft vélar og hemlun á hverju hjóli og dregur úr hraða til að tryggja örugga og jafna ferð.
 • SRS LOFTPÚÐAR ÖKUMANNS
  OG FARÞEGA

  Hámarksvörn er tryggð með tveggja þrepa útblæstri á framsætisloftpúðum miðað við tíma og höggþunga. Hliðarloftpúðar verja ökumann og farþega að framan og aftan við hliðarárekstur og vinna með þriggja punkta neyðarlæsingu á sætisbeltum.
 • BREKKUAÐSTOÐ

  Brekkuaðstoðin hindrar að bíllinn renni til baka þegar ekið er af stað í brekku. Með brekkuskynjara er hemlaþrýstingur ákveðinn og bílinn er kyrr í 1,5 sekúndur eftir að stigið er af hemlum.
 • HEMLAAÐSTOÐ

  Hemlaaðstoð stöðvar ökutækið fyrr við neyðarhemlun.

Eiginleikar

 

Tækniupplýsingar