Nýr Civic Sedan

Nýi Civic Sedan

bíllinn þinn

Nýi 4 dyra Civic bíllinn er endurhannaður og endursmíðaður frá grunni og endurspeglar framsýni okkar og metnað fyrir tæknilegum afburðum. Útkoman er bíll með einstakan persónuleika, bíll sem gaman er að aka, þægilegur, fágaður og rennilegur. Bíll sem er byggður utan um þig, ökumanninn.

 • Vertu hluti af bílnum

  Rúmgott farþegarýmið sveipar þig gæðum og þægindum með mjúkum snertiflötum, styðjandi og mótuðum sætum og breiðu mælaborði. Við viljum að þú njótir hverrar ökuferðar svo við sköpuðum umhverfi sem lætur þig tengjast bílnum. Vinnuvistfræðileg en um leið sportleg staða ökumanns ásamt nýju tvöföldu tannstangastýrikerfi tryggir góða svörun og stýringu.

 • Afl

  til afkasta

  Við höfum hannað háþróaða nýja vél til að gefa kraftmikla nýja Civic bílnum afl og sparneytni í stíl við útlitið. Nýja 1.5 VTEC TURBO vélin er með okkar einstæða lokastilli og lyftustýringu og nýju Earth Dreams tækninni til að hámarka afköst og aflnýtni. Vélin skilar 182hö og 240Nm af togi með liprum 6 gíra kassanum. Einnig er hægt að velja CVT sjálfskiptinguna með sportlegra viðbragði og mikilli hröðun.

 • Ómætstæðilegir

  aksturseiginleikar

  Við viljum smíða bíl með fullkomnu jafnvægi milli akstursþæginda og sportlegrar stýringar. Við endurhönnuðum því fjöðrunina með sjálfstæðu Multi-Link kerfi að aftan og MacPherson kerfið að framan.

Honda Connect

Í Civic er nýja 7“ Honda Connect* hljóm- og upplýsingakerfið sem tryggir þér samband við allt það besta í lífinu, tónlistina og vinina, gegnum miðlægan snertiskjá.

APPLE CARPLAY® OG ANDROID AUTO™

Þú tengir Android-símann þinn eða iPhone við snertiskjáinn og getur hringt, hlustað á tónlist, sent og fengið smáskilaboð.

GERVIHNATTALEIÐSÖGN

Með Garmin gervihnattaleiðsögn er auðvelt að rata og með TMC umferðarrás útvarpsins ertu alltaf á bestu leiðinni*.

BAKKMYNDAVÉL MEÐ BREYTILEGUM SJÓNARHORNUM

Bakkmyndavélin kemur sjálfkrafa á 7“ skjáinn þegar sett er í bakkgírinn og hægt er að velja um mörg sjónarhorn.

Lífið er fullt af

valkostum

Aukahlutir Honda eru hannaðir og gerðir samkvæmt sömu gæðakröfum og bílarnir. Þeir eru endingargóðir, öruggir, tryggir og smellpassa. Þú þarft bara að velja þá sem henta þér.

Sölufulltrúar veita nánari upplýsingar um þá endalausu möguleika sem eru í boði hvað varðar Honda aukahluti.

Eiginleikar

 

Útbúnaðarlýsing