Sjötta kynslóð CR-V og sú fyrsta með tengiltvinn útfærslu
CR-V er mest selda gerða Honda á heimsvísu og stígur nú næsta skrefið í metnaðarfullri rafmagnsvæðingu fyrirtækisins með fyrstu tengiltvinnútfærslunni. Þessi vinsæli jeppi verður einnig fáanlegur sem tvinnbíll með nýjustu útgáfu tvinnkerfis Honda, sem stuðlar að framúrskarandi afköstum og sparneytni á öllum sviðum.
Nýr CR-V er byggður á sígildu útliti forvera síns en útlit hans er nú enn kraftmeira og sportlegra með nútímalegri hönnun sem endurspeglar hrífandi aksturseiginleika bílsins.
Nýr CR-V er lengri, breiðari og hærri en fyrri útgáfur, sem gerir hann kraftmikinn og afgerandi á veginum. Farþegarýmið einkennist af fyrsta flokks rýmisstærð, hagkvæmni, tengimöguleikum og þægindum sem stuðlar að því að bíllinn hentar breiðum hópi viðskiptavina, allt frá stórum fjölskyldum til einstaklinga með virkan og fjölbreyttan lífsstíl.
Tækni sem þú getur treyst
Öllum Honda bílum fylgir 5 ára ábyrgð og innifalin þjónusta í 3 ár eða 30.000 km.
Komdu og reynsluaktu.