Forsýning Honda e

Forsýning á Honda e

 

Laugardaginn 4. janúar milli kl. 10:00 og 16:00 forsýnum við rafmagnsbílinn Honda e í sýningarsal Honda á Fosshálsi 1. Auk þess að forsýna Honda e verður ofurstportbíllinn Honda NSX til sýnis.

Honda e er nýj­asta viðbót­in í úr­val raf­bíla á Íslandi. Hér er á ferðinni 154 hestafla raf­bíll og togið 315 Nm sem skil­ar taf­ar­lausri og þýðri hröðun án gír­skipt­inga. Akst­urs­drægi Honda e er allt að 220 km. Bíll­inn er hlaðinn í gegn­um aðgengi­legt hleðslu­inn­tak á vél­ar­hlíf­inni. Búnaðinum fylg­ir LED mæl­ir sem sýn­ir á ein­fald­an hátt hleðslu­stöðu raf­geym­is­ins. Hægt er að ná 80% hleðslu inn á raf­hlöðu á 30 mín­út­um.

Útgangspunkt­ur Honda e er að skila þægi­leg­um og af­slöppuðum akstri en vilji menn spretta úr spori er val­in Sport still­ing sem skil­ar aukn­um af­köst­um með meiri hröðun. Þessu til viðbót­ar má auka hraða bíls­ins eða hægja á hon­um með Single Pe­dal stýr­ing­unni og er þá ein­ung­is notað eitt ást­ig. Honda e lip­ur bíll og beygju­hring­ur­inn ein­ung­is 4,3 metr­ar. Hand­frjáls bíla­stæða aðstoð Honda ger­ir mögu­legt að leggja í jafn­vel þrengstu bíla­stæði.

Honda e er mjög tækni­vædd­ur og snjall bíll. Hægt er að eiga sam­skipti við hann með My Honda+ app­inu í gegn­um snjallsíma. Sta­f­rænt mæla­borð í fullri breidd held­ur öku­manni upp­lýst­um, býður upp á afþrey­ingu og teng­ir öku­mann við það sem hann kann best að meta. Það veit­ir hon­um fulla stjórn yfir fjölda snjallaðgerða og þjón­ustuþátta. Honda e er bú­inn háskerpu­mynda­vél­um sem leysa hliðarspegla af hólmi. Með þessu eykst yf­ir­sýn og það dreg­ur úr heild­ar­breidd bíls­ins. Hurðar­hún­arn­ir falla slétt­ir að hurðunum og skjót­ast fram þegar þarf að opna þær. Fram­ljós, mynda­vél­ar og radar eru samþætt í einni heild­stæðri hönn­un.

Það verður vatn á myllu bíla­áhuga­fólks að koma í Honda sal­inn 4. janú­ar því þá verður einnig hinn nýi og magnaði of­ur­sport­bíll NSX frum­sýnd­ur. NSX er ten­gilt­vinn­bíll með 3,5 lítra V6 vél með tveim­ur forþjöpp­um og þrem­ur raf­mó­tor­um. Þetta er gríðarlega afl­mik­ill sport­bíll. Ten­gilt­vinn­vél­in skil­ar bíln­um 573 hest­öfl­um og hann er aðeins 3 sek­únd­ur úr kyrr­stöðu í hundraðið. Há­marks­hraðinn er 319 km/​klst.

Bílaum­boðið Askja er umboðsaðili Honda á Íslandi en fyr­ir­tækið tók við umboðinu í nóv­em­ber síðastliðnum. Honda er þar með þriðji bíla­fram­leiðand­inn sem Askja hef­ur umboð fyr­ir er Askja umboðsaðili Mercedes-Benz og Kia og auk þess að selja fyrr­nefnd merki er Askja með af­kasta­mik­il og full­kom­in bíla­verk­stæði sem og vara­hlutaþjón­ustu.
 
 
Komdu í heimsókn. Við hlökkum til að sjá þig.