Civic

Bíll byggður

fyrir ökumenn

Nýi 5 dyra Civic bíllinn er endurhannaður frá grunni og er gott dæmi um
hugmyndaauðgi okkar og þá fullkomnun í tækni sem við höfum að leiðarljósi.

Útkoman er bíll með einstökum persónuleika og sportlegum anda,
bíll sem er gaman að keyra, notalegur, þægilegur og fágaður.
Fyrst og fremst bíll sem er byggður utan um það sem skiptir mestu máli.
Þig.

Smelltu hér til að kíkja á verðlista Honda.

 • Ytri

  hönnun

  Nútímaleg hönnun gerir Civic að sérstaklega rennilegum og sportlegum bíl. Þar fara saman áberandi og ávalar línur. Bíll sem er hannaður til að vekja athygli en fyrst og fremst hannaður fyrir akstur!

Ný kynslóð véla

Við höfum skapað tvær nýjar túrbóvélar sem gefa nýjasta Civic-bílnum afl og sparneyti í stíl við útlitið. Valið stendur á milli 182 hestafla 1.5 VTEC TURBO og sparneytinnar 129 hestafla 1.0 VTEC TURBO, báðar með Earth Dreams tækninni sem veitir fullkomna blöndu af afköstum og sparneytni. Þessar vélar eru fáanlegar með liprum 6 gíra kassa eða nýrri CVT sjálfskiptingu.

 • Pláss fyrir allt

  Við hönnuðum alvöru bíl, bíl sem er meðal þeirra rúmbestu í sínum flokki og nógu sveigjanlegur til að þola allt. Í Civic er margt þaulhugsað, svo sem breitt skottlok til að auðvelda lestun og losun á dóti, lipur 60:40 skipting á niðurleggjanlegum aftursætum og snúanleg yfirbreiðsla sem hægt er að stjórna með annarri hendi.

 • Fullkomið rými

  Allir vilja njóta lífsins til fulls og mesta furða
  er hvernig er pláss fyrir allt í deginum.
  Eitt er þó ljóst að það verður ekkert mál
  að koma öllu fyrir í nýjum Civic!

Civic Sport

Með kraftmiklu fasi og tvöföldum, miðlægum púströrum er nýi Civic Sport bíllinn jafn aðsópsmikill á bílastæðinu eins og á vegum úti. Straumlínulöguð yfirbygging, afgerandi afturljós og vindskeið á þaki auka á glæsileika hans.

Civic Sport er einn af þremur spennandi valkostum með 1.5 VTEC TURBO vélinni og með honum eru Sport Plus með meiri búnaði og eðalvagninn Prestige með leðurklæðingu.

 • Honda Sensing

  Honda SENSING er einn þróaðasti tæknibúnaður sem völ er á og gerður til að tryggja öryggi þitt og farþega þinna.

 • CMBS árekstursmildun

  Ef möguleiki er á árekstri við annað ökutæki eða gangandi vegfaranda gerir þessi búnaður þér viðvart um hættuna, dregur úr hraða og lágmarkar afleiðingar höggs.

  LDW akreinaviðvörun

  Ef bíllinn víkur af núverandi akrein án stefnuljóss, lætur akreinaviðvörunin þig vita með hljóðmerkjum og sýnilegum merkjum.

 • RDM rásvörn

  Myndavél í framrúðu greinir hvort bíllinn er að að fara til hliðar og notar rafstýringu til að rétta hann af á akreininni. Við ákveðnar aðstæður getur búnaðurinn einnig beitt hemlum.

  LKAS akreinaraðstoð

  Hjálpar þér að vera á miðri akrein og dregur úr streitu með því að minnka þörf fyrir stýringu á hraðbrautum.

 • TSR umferðar-
  merkjagreining

  Kerfið greinir umferðarmerki og lætur ökumann vita gegnum skjáinn. Hægt er að sýna tvö merki samtímis.

  ISL snjallhraða-
  takmörkun

  Snjallhraðatakmörkun styðst við skriðstillinguna og umferðarmerkjagreininguna til að stilla hámarkshraðann í samræmi við greiningu.

 • IACC vitvænn skriðstillir

  Þessi búnaður greinir hvort ökutæki á næstu akrein ætlar að sveigja fram fyrir og stillir hraðann fyrirfram og gætir þess að hafa bil á milli þín og bílsins á undan svo ekki þurfi að draga úr hraða.

  ACC sveigjanleg skriðstilling á hægri ferð*

  Þessi búnaður heldur stilltum hraða og hefur hæfilega fjarlægð í bílinn á undan. Ef sá bíll staðnæmist, er dregið úr hraða og stöðvað án þess að þú þurfir að hafa fótinn á bremsunni. Þegar bíllinn á undan fer aftur af stað er nóg að snerta skriðstillinn til að halda áfram ferðinni.

1.0 VTEC Turbo

 

1.5 VTEC TURBO

 

Tækniupplýsingar