Jazz
 • Fullur af

  fjöri


  Nýi Jazzinn er fullur af möguleikum, allt frá rými og fjölhæfni til nútímalegs útlits. Við viljum umfram allt skapa bíla sem gera lífið léttara og höfum því bætt og fínpússað útlitið til að tryggja að Jazzinn sé til í allt sem þú vilt gera í lífi þínu.

  Smelltu hér til að kíkja á verðlista Honda.

 • Öflugur

  og öðruvísi


  Nýi Jazz Dynamic bíllinn er sá sportlegasti til þessa með einstökum útlitseinkennum eins og gljáandi svörtum álfelgum, svörtum hliðarspeglum og vindskeið að aftan.

  Undir vélarhlífinni leynist spræk ný 1.5 lítra i-VTEC bensínvél sem býður upp á afl í samræmi við útlitið.

SNJALL OG

SNIÐUGUR

Ný og nútímaleg hönnun Jazz felur í sér mikið snjallrými, óviðjafnanlega hagkvæmni og fjölbreytni, ásamt einstöku útliti sem gerir bílinn áberandi á vegi.

 • STÍLL OG BÍLL

  FARA SAMAN

  Sestu við stýrið á nýja Jazzinum og þér líður strax vel: Hendurnar rata ósjálfrátt á stjórntækin og þú sérð að nú er auðveldara að sjá mæla og lesa af þeim.
  Við höfum ekki bara skapað glæsilegan stjórnklefa ökumanns með úrvalsefnum og búnaði, heldur líka hugað að hagkvæmni. Snjöll hönnun og fyrsta flokks rými skapar pláss fyrir allt.
 • TÖFRAR

  HAGKVÆMNINNAR

  Lífið breytist og það gerir líka nýi Honda Jazz bíllinn.

  Töfrasætin bjóða fjölbreytni þegar þörfin krefur. Allt frá heimsókn í byggingavörubúð til fjallahjólaævintýris á laugardegi þýðir að Jazzinn breytir sér lipurlega í nokkrum einföldum skrefum. Aftursætið lyftist upp og leggst niður í gólfið í einni hreyfingu og 60:40 skiptingin gefur aukna möguleika fyrir síbreytilegan lífsstíl.

HAGKVÆMT

RÝMI

Litlir bílar eru yfirleitt þekktir fyrir lipurð og snerpu en þykja sjaldan hagkvæmir. Í nýja Jazzinum færðu þetta allt. Lipurð í akstri, framúrskarandi rými með leyndum hólfum og snjöllum geymslulausnum hvar sem litið er. Í bílnum er líka merkilega stórt, 1.314 lítra farangursrými sem er sniðið að þínum þörfum. Þegar aftursætin eru lögð niður er pláss fyrir allt frá ferðatöskum til brimbretta, nýs sjónvarps eða sófaborðs.

Í TAKTI

VIÐ TILVERUNA


Í Jazz er nýja 7 tommu Honda CONNECT† hljómtækja- og upplýsingakerfið og með því ertu í samband við allt sem þú elskar í lífinu, tónlistina og vini þína gegnum einn miðlægan snertiskjá.
 • KRAFTUR

  Á KEYRSLU

  Sportlegi nýi Jazz Dynamic bíllinn er með sprækri 1.5 lítra i-VTEC bensínvél sem skilar alls 130 hestöflum!

  Í Elegance, Comfort og Trend bílunum er í boði skilvrik 1.3 i-VTEC bensínvél sem skilar 102 hestöflum. Fyrir báðar vélarnar er hægt að velja 6 gíra beinskiptingu eða síbreytilega sjálfskiptingu (CVT) með sjö gírum, sportlegri spaðaskiptingu sem tryggir hámarksnýtingu vélarafls miðað við hraða.

  Útkoman er þægilegur og lipur akstur sem gefur engan afslátt af afköstum. Til að auka enn á skilvirknina sér lausagangsstillingin um að slökkva á vélinni ef bíllinn staðnæmist í umferð en ræsir hana sjálfkrafa aftur þegar stigið er á bensíngjöfina. Þetta virðist smáatriði en munar um það í heildarmyndinni.

Eiginleikar

 

Tækniupplýsingar