Africa Twin

Africa Twin

CRF-1000L

Nýtt CRF-1000L-Africa Twin er búið nýrri 1000cc 2-strokka Unicam vél með beinni innspýtingu. Vélin er 95 hestöfl og togið er mikið eða 98 Nm en Africa Twin hefur bestu hlutföll þyngdar og afls í sínum flokki. Til að tryggja besta grip við erfiðar aðstæður bæði á slóðum og malbiki, er Africa Twin búið HSTC stöðugleikakerfi (Stillanleg gripstýring frá Honda) sem býður upp á þrjár mismunandi stillingar. Hjólið er með 21-tommu felgu að framan og 18 tommu að aftan, og hægt er að slökkva á ABS kerfinu á afturhjólinu. Africa Twin er búið LED ljósum og öflugu hemlakerfi með Wave diskum og bensíntankurinn tekur tæpa 19 lítra og er drægni allt að 400 km* (*DCT)
  • Auðvelt í akstri

    við erfiðar aðstæður

    CRF 1000L Africa Twin er einnig fáanlegt með sjálfvirkri gírskiptingu með tvöfaldri kúpplingu eða Dual Clutch Transmission (DCT). DCT kerfið tryggir að ekki tapast hraði eða afl við gírskiptingar, og þú getur valið á milli tveggja valkosta - sjálfskiptingu (AT) eða beinskiptingu (MT). Skiptingin býður uppá tvær mismunandi akstursstillingar - hefðbundinn akstur (D) eða Sport stilling (S). D-stilling býður upp á gott jafnvægi milli sparneytni og þæginda í akstri. S - stillingin er með þremur mismunandi þrepum sem hægt er að velja á milli, eða - S1, S2 og S3. Að auki, greinir DCT skiptingin akstursaðstæður þegar ekið er í brekkum eða fjallvegum og hagar skiptingum og vali á gír eftir aðstæðum. Hægt er að virkja gripstýringuna með því að þrýsta á G – hnappinn í stýrinu en það eykur stöðugleika við krefjandi aðstæður. DCT skiptingin hentar vel til aksturs á slóðum og grófu undirlagi, en ef þú vilt frekar stjórna gískiptingum með fætinum í stað rofa í stýrinu, þá er hægt að fá gírskipti fyrir fót sem aukahlut hjá Honda, en úrval aukahluta er í boði.

Tækniupplýsingar

 
Tækniupplýsingar
Vél
Tegund vélar:Vatnskæld fjórgengis, 8 ventla Paralell Twin með 270° sveifarás og einföldum knastás
Slagrými:998m³
Hámarkskraftur:95,2 hö @ 7.500 snún/mín. (95/1/EC)
Hámarkstog:98 Nm @ 6.000 snún/mín. (95/1/EC)
Eldsneytiseyðsla:Beinskipt 4,61 L/100km (WMTC), Tveggja kúplinga sjálfskipting 4,59 L/100km (WMTC)
Gírskipting
Kúpling:MT: Vökvakennt margdiska gormakúpling
DCT: Tvöföld vökvakennd margdiska gormakúpling
Drif:O-hringur lokuð keðja
Gírkassi:MT: 6 gíra
DCT: 6 gíra sjálfskipting með On og Off-Road stillingum
HSTC stillanlegt tog:HSTC 3 stillingar + slökkt á
Grind
Tegund grindar:Hálf-tvöföld stálgrind með styrktum stál neðri ramma
Stærð og þyngd
Eiginþyngd án vökva:208kg (STD), 212kg (ABS) og 222kg (DCT)
Eiginþyngd með vökvum:228kg (STD), 232kg (ABS) og 242kg (DCT)
Eldsneytistankur:18,8 lítrar
Lengd x Breidd x Hæð:2.335 x 875 x x1.475mm (STD), 2.335 x 930 x 1.475mm (ABS/DCT)
Hjólhaf:1.575mmm
Sætishæð:870 / 850mm
Lægsti punktur:250mm
Dekk, fjöðrun og bremsur
ABS bremsukerfi:ABS 2ja rása með aftengjanlegu ABS bremsukerfi að aftan
Bremsur að framan:Vökvabremsur með tveimur fljótandi 310 mm bremsudiskum með ál miðju, 4 bremsudælum og hrúðuðum bremsuklossum
Bremsur að aftan:Vökvabremsur með 256 mm bremsudisk, bremsudælu og hrúðuðum bremsuklossum. Einnig Lever-Lock Type Parking Brake System á DCT útgáfu með auka bremsudælu
Felgur að framan:21 x 2.15 teinaðar með ál gjarðahring
Felgur að aftan:18 x MT4.00 teinaðar með ál gjarðahring
Dekk að framan:90/90-21
Dekk að aftan:150/70-R18
Fjöðrun að framan:45 mm öfugur Showa gaffaldempari með vökvastillanlegri spennu og stillanlegu endurkasti, 230 mm gaffall, 204 mm fjöðrun
Fjöðrun að aftan:Heilsteyptur ál afturgaffal með gas fylltum Pro-Link dempara, vökvastillanleg spenna og endurkast með 220mm aftursfjöðrun og 94mm öxullengd
Mælar og rafkerfi
Mælar:Rally style negatíft LCD mælaborð með: Hraðamæli, snúningshraðamæli, eldsneytismæli, gír stöðu, ABS*, HSTC*, akstursmæli, ferðamæli og klukku
Aðalljós:Tvöfalt LED (1 hágeisli/1 lággeisli)
Afturljós:LED
Stefnuljós:STD: Peru týpa, ABS/DCT: LED týpa. Bæði með APL eiginleika.