Nýtt notendaviðmót og háþróuð notendamiðuð tækni auðveldar farþegum að tengjast og verða eitt með bílnum og möguleikar fyrir snjallhleðslu verða hluti af hversdagsleikanum.
· 15,1 tommu snertiskjár fyrir miðju og 10,25 tommu stafrænt mælaborð færa viðskiptavinum Honda nýtt og háþróað notendaviðmót
· Stílhrein og vel skipulögð valmynd gerir snertiskjáinn einfaldan í notkun og kemur í veg fyrir truflanir
· Algengir hnappar eru undir tilheyrandi virkni svo að þú þurfir ekki að leita að þeim á valmyndinni
· Svæðið „Tenging“ á efri hlutanum býður upp á algenga aksturseiginleika, s.s. leiðsögn og bakkmyndavél
· „Akstursaðstoð“ sýnir stöðu og stillingar bílsins fyrir hljóð og samskipti, s.s. tiltekin forrit, aflstreymismæli og EV-valmynd
· Neðri hluti skjásins er tileinkaður stjórnhnöppum fyrir loftkælingu
· 10,25 tommu mælaborðið fyrir framan ökumanninn sýnir fjöldann allan af aksturs- og afþreyingarupplýsingum og hægt er að stilla það eftir hentisemi
· Mögulegt er að tengja farsíma við bílinn með þráðlausu Apple Car Play eða snúrutengdu Android Auto
· Rafakstursupplýsingar eru innbyggðar í notendaviðmótið svo hægt sé að sjá ítarlegar upplýsingar um orku og hleðslu (hversu mikil hleðsla er eftir, hleðslustöðu, hleðslutíma og nálægar hleðslustöðvar)