Honda eny1-frábært verð

Nýr Honda e:Ny1

Uppseldur á Íslandi.

  • 100% rafmagn
  • Allt að 412 km drægni
  • 360° myndavélar
  • Honda Sensing öryggiskerfi
  • 15" Honda Connect margmiðlunarskjár
  • Honda Parking Pilot bílastæðaaðstoð

e:Ny1 er annar 100% rafknúni bíllinn sem Honda býður uppá en sá fyrsti í flokki jepplinga. Bíllinn býður upp á framúrskarandi útsýni með hárri sætisstöðu og drægni á rafmagni sem hentar fullkomlega íslenskum aðstæðum. Nýr e:Ny1 er hlaðinn ríkulegum staðalbúnaði ásamt nýjustu tækni frá Honda.

Má þar sérstaklega nefna glæsilegan og notendavænan 15.1“ margmiðlunarskjá sem auðveldar farþegum að tengjast bílnum og hámarka akstursupplifun sína.

Komdu og reynsluaktu

Bóka reynsluakstur
Glæsilegur 15.1" margmiðlunarskjár auðveldar farþegum að tengjast bílnum.

Þægindi, gæði og afköst í fyrirrúmi.

Við hönnunina var lögð áhersla á að skila þeim afköstum, þægindum og notagildi sem viðskiptavinir Honda þekkja, ásamt sérstöðu rafknúinnar aflrásar. Ytra byrði bílsins einkennist af mýkt og flæði sem veitir e:Ny1 sérstöðu sem fyrsta flokks rafbíll.

Innanrýmið er byggt á nýjum viðmiðum hvað varðar gæði og þægindi með það að markmiði að skapa einstakt andrúmsloft fyrir ökumann og farþega.

Honda e:ny1 séð á hlið
Honda e:ny1-innanrými
Honda e:ny1-farangursrými
Honda e:ny1-felgur
Honda e:ny1-farþegarými
  • Fágað útlit bílsins einkennist af mýkt og flæði sem veitir e:Ny1 sérstöðu sem fyrsta flokks rafbíll.

    · Hönnun nýja e:Ny1-bílsins er afgerandi, snjöll og fáguð sem veitir honum einstakt yfirbragð og sérstöðu í flokki rafbíla

    · Ný hönnun á aðalljósum, grilli, stuðara, hliðarsvuntu og felgum til að veita e:Ny1 einstaklega afgerandi útlit

    · Hönnun bílsins sækir innblástur í rennilegar útlínur HR-V en skögunin að framan er töluvert minni sem skapar örugga ásýnd

    · Advance-útfærslur státa einnig af þakglugga sem hleypir dagsbirtu í innanrýmið og bætir útsýni ökumanns

    · Stórar 18" felgur, mikil sporvídd og lítil skögun stuðla að afgerandi útliti ásamt því að auka stöðugleika og lipurð fyrir sportlega akstursupplifun

  • · Einstakt innanrýmið er hannað með þægindi í fyrirrúmi til að veita öllum farþegum afslappandi og áhyggjulausa akstursupplifun

    · 15,1 tommu snertiskjár er í miðju innanrými e:Ny1 sem skapar einstakt og fágað andrúmsloft

    · Innbyggt 10,25 tommu stafrænt mælaborð undirstrikar þá tæknilegu fágun sem einkennir rafbílinn

    · e:Ny1 nýtir loftdreifikerfið, sem fyrst var kynnt í HR-V, til að skapa róandi umhverfi fyrir farþega með því að beina lofti frá þeim og koma í veg fyrir heitan og kaldan blástur frá gluggum

    · Gæði innanrýmisins leggja áherslu á lúxus og þægindi sem skapa einstakt andrúmsloft

    · Rúmgott 346 lítra farangursrými

  • Nýtt notendaviðmót og háþróuð notendamiðuð tækni auðveldar farþegum að tengjast og verða eitt með bílnum og möguleikar fyrir snjallhleðslu verða hluti af hversdagsleikanum.

    · 15,1 tommu snertiskjár fyrir miðju og 10,25 tommu stafrænt mælaborð færa viðskiptavinum Honda nýtt og háþróað notendaviðmót

    · Stílhrein og vel skipulögð valmynd gerir snertiskjáinn einfaldan í notkun og kemur í veg fyrir truflanir

    · Algengir hnappar eru undir tilheyrandi virkni svo að þú þurfir ekki að leita að þeim á valmyndinni

    · Svæðið „Tenging“ á efri hlutanum býður upp á algenga aksturseiginleika, s.s. leiðsögn og bakkmyndavél

    · „Akstursaðstoð“ sýnir stöðu og stillingar bílsins fyrir hljóð og samskipti, s.s. tiltekin forrit, aflstreymismæli og EV-valmynd

    · Neðri hluti skjásins er tileinkaður stjórnhnöppum fyrir loftkælingu

    · 10,25 tommu mælaborðið fyrir framan ökumanninn sýnir fjöldann allan af aksturs- og afþreyingarupplýsingum og hægt er að stilla það eftir hentisemi

    · Mögulegt er að tengja farsíma við bílinn með þráðlausu Apple Car Play eða snúrutengdu Android Auto

    · Rafakstursupplýsingar eru innbyggðar í notendaviðmótið svo hægt sé að sjá ítarlegar upplýsingar um orku og hleðslu (hversu mikil hleðsla er eftir, hleðslustöðu, hleðslutíma og nálægar hleðslustöðvar)

  • Háþróaðiraksturs- og árekstraröryggiseiginleikar bílsins tryggja öryggi farþega frá öllum hliðum

    Háþróuð Honda SENSING-öryggistækni er staðalbúnaður:

    Hemlakerfi með árekstrarvörn (CMBS)

    Sjálfvirkur hraðastillir (ACC) með hraðaminnkun og umferðarteppuaðstoð

    Kerfi sem kemur í veg fyrir að ekið sé út af veginum

    Akreinastýring

    Árekstrarvörn með stjórnun inngjafar (að aftan)

    Sjálfvirkt háljósakerfi

    Umferðarskiltagreining og ISL-hraðatakmörkun

Bæklingur

Þú getur nálgast ítarlegri upplýsingar um e:Ny1 í bæklingnum.

Honda-eny1-blár-á ferðinni séð að aftan

Kíktu í sýningarsalinn

Skoðaðu Honda bíla sem eru til á lager.

e:ny1 - séð að aftan