Leiðbeiningar fyrir uppfærslu á leiðsögukerfi

Honda-HRV-kort-leiðsögukerfi

Til að uppfæra þarftu að vera með tóman 16 GB USB lykil við höndina. Athugið - plássið á lyklinum má ekki vera minna en 16 GB.

Hér eru leiðbeiningar hvernig þú hreinsar USB lykil áður en uppfærsla hefst: https://support.garmin.com/en-US/?faq=tvLdh9IRB15JMsn28YFeA6

Fylgdu svo neðangreindum leiðbeiningum.

Á honda.garmin.com getur þú fundið leiðbeiningar á ensku fyrir mismunandi tegundir ásamt ítarlegum myndböndum fyrir bæði PC og Mac notendur.

Skref 1

  1. Settu bílinn í gang og leyfðu honum að ganga allt skref 1
  2. Tengdu USB lykilinn í USB portið á bílnum
  3. Ferðu inn í navigation og veldu settings>device og farðu í update map
  4. Fylgdu leiðbeiningunum á skjá og bídud svo í að lágmarki 1 mínútu með að aftengja USB lykilinn

Skref 2

  1. Farðu inn á honda.garmin.com/honda
  2. Settu upp garmen express í tölvunni þinni og ræstu forritið
  3. Tengdu USB lykilinn við tölvuna og veldu add new device. ATH. það getur tekið dágóða stund að sækja uppfærsluna

Skref 3

  1. Settu bílinn í gang og láttu hann ganga allt allt þrepið
  2. ATH þetta skref getur tekið allt að eina klukkustund og bíllinn þarf að vera í gangi allan tímann. við mælum því eindregið með að gera þetta utandyra
  3. Tengdu USB lykilinn í USB portið
  4. Farðu í navigation, veldu settings, svo device og update map
  5. Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum þar til uppfærslu er lokið

Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að nota sömu uppfærsluna á öðrum bíl en sé það reynt mun forritið læsta og þarf þá að koma með bílinn á viðkurkennt Honda verkstæði.

Hafa samband