Umhverfisstefnan
Einn hornsteinanna í stefnu Honda er að vörurnar og framleiðslan hafi sem minnst áhrif á umhverfið. Það er engin tilviljun að Honda var fyrst í heiminum til að selja bíla með minni eldsneytisnotkun og hreinni útblæstri en keppinautarnir höfðu að bjóða. Í mörg ár hefur Honda verið stærsti og afkastamesti vélaframleiðandi í heimi.
Það hefur ekki verið auðvelt að ná því marki en samstaðan hefur hjálpað okkur áleiðis, samstaðan með viðskiptavinunum og einnig með samfélaginu í heild hefur án vafa haft mestu áhrifin. Við viljum að Honda sé tekið sem virku og ábyrgðarfullu fyrirtæki á öllum þeim mörkuðum sem við störfum á.
Umhverfisbaráttan er langt frá því að vera nýtt fyrirbæri en það sem skapaði Honda sérstöðu meðal annarra fyrirtækja var að við tókum hana og umhverfishættumerkin mjög alvarlega mjög snemma. Allt frá árinu 1966 hóf Honda þróunarstarf sitt með slagorðinu „höldum himinum bláum fyrir börnin“. Listinn yfir brautryðjandi tækninýjungar frá Honda er langur, einnig út frá umhverfissjónarmiðum.