Nýr Honda HR-V 1.5 i-MMD Hybrid
Viðbragðsþýð hybrid aflrásin í HR-V hentar við allar aðstæður, jafnt í innanbæjarakstri eða akstri á þjóðvegum. Hún skilar hröðun sem vekur ánægju, hvert sem leiðin liggur.
Valið stendur um þrjár mismunandi akstursstillingar; Sport fyrir kraftmikinn akstur, Normal fyrir þýðan akstur og Econ fyrir meiri sparneytni. Eitt er víst og óháð akstursstillingum að sjálfhlaðandi e:HEV aflrásin skilar þér lengra, er umhverfisvænni og dregur úr eldsneytiskostnaði.
Falleg hönnun og frágangur er höfð að leiðarljósi að utan sem innan, HRV veitir þér ekki aðeins ánægjulegan akstur, hann getur einnig aðlagað sig að þínum þörfum.