Þjónustuskoðanir

Hvers vegna þjónustuskoðanir?

Þegar ný bifreið er afhent til viðskiptavinar fær hann í leiðinni afhenta þjónustubók sem jafnframt er ábyrgðarskírteini bifreiðarinnar.

Nauðsynlegt er að þjónustubókin sé stimpluð af viðurkenndum þjónustuaðila Öskju með kílómetrastöðu og dagsetningu í hvert sinn sem þjónustuskoðun eru innt af hendi.

Þjónustuskoðanir eru byggðar á aðgerðarferli frá framleiðanda sem nauðsynlegt er að inna af hendi á 10.000 km fresti eða einu sinni á ári, hvort sem fyrr kemur.

Þjónustuskoðanir eru inntar af hendi til að hámarka endingu allra slit, véla og gírkassa/sjálfskiptinga hluta, og þar með auka enn frekar á þá ánægju sem fylgir því að aka nýrri bifreið

Hafa ber í huga að komi upp galli í bifreið innan ábyrgðartíma sem rekja má til þess að þjónustuskoðanir hafi ekki verið inntar af hendi innan tilsettra marka getur framleiðandi hafnað bótum.

Þjónustuhandbók Honda

Er kominn tími á þjónustuskoðun?

Hægt er að bóka tíma í þjónustuskoðun á netinu.

Honda þjónusta

Ertu með spurningar?

Við viljum heyra frá þér. Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband eins fljótt og hægt er.

Honda e app