CR-V Hybrid
 • Betur útbúinn
  Honda CR-V Hybrid

  Einn mest seldi sportjeppi heims.

  Honda hefur markað sér forystu í þróun á Hybrid bifreiðum og skarar fram úr í hagkvæmni með virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi. Sterk, en um leið létt bygging Honda CR-V framkallar lipra og örugga aksturseiginleika. Með góðri hæð undir lægsta punkt og háþróuðu fjöðrunarkerfinu verður aksturinn einstaklega þægilegur.

Upplifðu

nýjan CR-V

Söluhæsti* sportjeppi heims hefur verið endurbættur og endurhannaður. Útkoman er einstök blanda af djörfu og afgerandi útliti ásamt háþróuðu verkviti. CR-V er hannaður fyrir alla sem hafa ástríðu fyrir að því að keyra og með nýju 1.5 VTEC TURBO bensínvélinni og nýju 2.0 i-MMD hybrid vélinni verður hver ökuferð einstök upplifun. Í fyrsta sinn er CR-V nú fáanlegur í sjö sæta útfærslu í völdum bensínbílum.

Hannaður

af ástríðu

Útlínur nýja CR-V bílsins eru kunnuglegar en hönnunin er ný frá grunni. Hver einasta rennilega lína, allt frá sterklegum hjólbogum til fallega mótaðrar vélarhlífar, var þróuð til að bæta frammistöðu og hámarka loftaflfræðilega skilvirkni.

 • Innri ró

  Innréttingin í CR-V er hönnuð til að falla vel að þörfum ökumanns og farþega. Skýrar línur ásamt vönduðu efnisvali og fallegri áferð skapa góða rýmistilfinningu. Stjórntækin eru haganlega staðsett og einföld og þó tæknin sé allt um kring er hún aldrei áleitin.

  Vegna virkrar hljóðdempunar Active Noise Control, sem er staðalbúnaður í öllum gerðum, er rólegt og notalegt að vera í bílnum. Það er líka afar þægilegt vegna fjórþætts mjóbakstuðnings í hituðum framsætum með möguleika á hita í aftursætum og hita í stýri.* Þetta tryggir hámarksþægindi og afslöppun í öllum ferðum.

Gagnleg tækni

Við höfum þróað fjölbreytta tækni til að gera akstur í CR-V að ánægjulegri upplifun. Nýi upplýsingaskjárinn í höfuðhæð veitir nauðsynlegar upplýsingar í sjónlínu ökumanns og ekki þarf að líta af veginum. Með aðgerðarhnöppum í stýri er hægt að kalla fram ítarlegar uppýsingar og birta á stafrænum skjá í mælaborði. Miðlægur 7“ Honda CONNECT* snertiskjár tengist auðveldlega við snjallsímann þinn og þú hefur aðgang að öppum, tengiliðum, tölvuskeytum, tónlistarstreymi og fleiru. Þú ert í sambandi við heiminn og allt sem þér finnst skemmtilegt.

Þitt

rými

Það fylgir þér margt í þínu daglega lífi, svo við vildum hanna farþegarými sem gæti hentað öllum þínum þörfum. Nýr CR-V býður upp á sveigjanlegt og praktískt rými með snjöllum lausnum, hannað af einstakri útsjónarsemi, mikið fótarými og einstaklega gott farangursrými eða yfir 1.700 lítra með niðurfelld aftursæti.Innréttingin var einnig hönnuð með það í huga að gera þér lífið auðveldara, með þægilegum lausnum eins og handfrjálsri opnun á afturhlera, niðurfellanlegum sætum með einu handtaki og sléttu gólfi í farangursrými til að auðvelda hleðslu farangurs. Ef þú þarft að flytja fleiri en fimm farþega er það ekkert mál, nú er CR-V fáanlegur 7 manna í völdum útfærslum.

 • Fullkomið

  jafnvægi

  Nýjustu hátæknivélar okkar, bensín eða hybrid, knýja nýja CR-V bílinn. 1.5 VTEC TURBO bensínvélin veitir fullkomið jafnvægi milli afkasta og skilvirkni. Hún er fáanleg með sprækri 6 gíra beinskiptingu (173Hö) eða háþróaðri 7 gíra CVT sjálfskiptingu (193Hö). Ef þú velur CVT útfærsluna geturðu ekið afslappað með sjálfskiptingunni eða, ef þannig liggur á þér, skipt um gír með flipaskiptingu á stýrinu, líkt og í kappakstursbílum.

  Við höfum hannað létta grind sem er sú vandaðasta sem gerð hefur verið fyrir CR-V, ásamt nýrri MacPherson þrýstistangarfjöðrun að framan og fjölþátta að aftan. Allt tryggir þetta lipran akstur og afar þægilegan.

Hybrid

fyrir þig

Okkar næsta hybrid kynslóð er kynnt fyrir Evrópu í nýja CR-V bílnum. Þar fara saman öflug 2.0 lítra bensínvél og hátæknilegir rafmótorar (i-MMD). Þessi snjalla samsetning gefur bílnum einstaka aksturseiginleika. i-MMD tækni er snjöll því með henni er stöðugt fylgst með afköstum og sparneytni CR-V til að ákvarða hvernig aflið verður nýtt best og þannig skiptir hún lipurlega og hikstalaust milli þriggja akstursmáta: Vélarafl, hybrid og hreint rafafl.

 • Hugsandi

  kraftur

  i-MMD tækni veitir snarpan, lipran og skilvirkan akstur þar sem boðið er upp á besta aflið með því að skipta sjálfvirkt og snurðulaust milli þriggja drifhama: Rafdrif, hybrid drif og vélardrif Í rafdrifi ekur bíllinn hljóðlaust á hreinu rafmagni og fær afl frá rafhlöðunni gegnum drifmótor; þessi hamur er venjulega notaður þegar tekið er af stað eða ekið rólega. Í hybrid drifi vinnur bensínvélin og rafmótorarnir saman, t.d. þegar hraðinn er aukinn. Í vélardrifi fær bíllinn, eins og nafnið bendir til, eingöngu afl frá vélinni -eins og þegar ekið er á miklum hraða.

  Styrkur i-MMD felst í því að um leið og bensínvélin er notuð til að framleiða rafmagn, er hægt að nýta orku sem annars færi til spillis til að endurhlaða rafhlöðuna, sem þýðir að ekki þarf að stinga CR-V Hybrid í samband. Til að hjálpa ökumanni að fylgjast með orkunotkun, sýnir upplýsingaskjárinn núverandi akstursstöðu og orkuham sem er notaður. Skýr myndrit sýna orkuflæði og hleðslustöðu rafhlöðu og ökumaður getur því einbeitt sér að akstrinum.

  CR-V var jú hannaður til að aka eins skilvirkt og kostur væri á.

 • Hjálpleg

  tækni

  Mikil verkfræðihönnun hefur farið í að tryggja öryggi þitt og farþega þinna. Í raun er snjalltæknin alltaf virk á meðan þú ekur og oft veistu ekki af henni

 • BLINDBLETTSUPPLÝSINGAR

  Með þessum búnaði verða akreinaskipti og framúrakstur öruggari. Þú færð viðvörun með ljósi í hliðarspeglunum þegar ökutæki eru í blindsvæðunum.

 • UMFERÐARVARI

  Þegar bakkað er getur umferðarvarinn greint aðvífandi bíla eða gangandi vegfaranda frá báðum hliðum og varað þig við yfirvofandi hættu.

 • NEYÐARHNAPPUR - 112

  Neyðarhnappur er staðsettur við hlið baksýnisspegilsins. Með honum má kalla eftir aðstoð í neyð.

 • Drif

  á öllum hjólum

  Rafstýrt rauntímaaldrif með snjallstýringu hefur verið hannað til að aðstoða þegar skortur er á veggripi.

  Kerfið getur m.a. skynjað þegar ekið er upp brekku og sent meira afl til afturhjólanna. Þegar aukatogkraft þarf ekki lengur, aftengir fjölstigakúplingin drifskaftið frá afturdrifinu og sparar þannig eldsneyti.

 • Honda

  Sensing


  Honda SENSING er ein þróaðasta öryggistækni sem fáanleg er. Hún er staðalbúnaður í öllum gerðum CR-V.

  CMBS ÁREKSTRARVIÐVÖRUN
  Ef hætta er á árekstri við bíl eða gangandi vegfaranda gerir þessi búnaður viðvart um hættuna og dregur einnig úr hraða til að lágmarka höggið.

  LDW AKREINAVIÐVÖRUN
  Ef bíllinn víkur út af akrein án þess að stefnuljós sé gefið, lætur akreinaviðvörunin þig vita með ljós og hljóðmerki.

 • RDM RÁSVÖRN
  Myndavél í framrúðu greinir hvort bíllinn sé á leið út af og notar rafstýrða aflstýrið til að rétta hann lítillega af til að halda ökutækinu á akreininni. Í tilteknum aðstæðum getur þessi búnaður einnig hemlað.

  LKAS AKREINAAÐSTOÐ
  Hjálpar þér vera á miðri akrein og dregur úr streitu við akstur. Minni þörf er á stýris leiðréttingum og álag við akstur á þjóðvegum er minna.

 • IACC VITRÆNN RADARTENGDUR SKRIÐSTILLIR
  Þessi búnaður greinir hvort ökutæki á næstu akrein hyggst fara fram fyrir þig og stillir hraðann á CR-V bílnum þínum fyrirfram. Búnaðurinn aðstoðar þig líka við að halda fjarlægð milli þín og næsta bíls svo ekki þurfi að breyta hraðanum.

  LSF VITRÆNN RADARTENGDUR SKRIÐSTILLIR MEÐ HÆGHRAÐASTILLINGU
  Þessi búnaður heldur stilltum hraða og vegalengd frá bílnum á undan þér. Ef ökutæki fyrir framan hægir á sér eða stöðvar, er dregið úr hraða og stöðvað án þess að þú þurfir að hafa fótinn á hemlunum. Þegar ökutækið á undan fer aftur af stað, nægir þér einfaldlega að snerta eldsneytisgjöfina til að halda áfram.

 • TSR UMFERÐARMERKJAGREINING
  Kerfið greinir umferðarmerki og veitir þér upplýsingar á skjá. Hægt er að sýna tvö merki samtímis.

  ISL VITRÆN
  Hraðatakmörkun Þessi búnaður vinnur með umferðarmerkjagreiningunni og stillir hraðann á þann hámarkshraða sem greindur er.

Elegance

2.0 i-MMD Hybrid - 184 hestöfl - AWD

Til viðbótar við búnað í Comfort útfærslu
er þetta innifalið í búnaði á Elegance útfærslu:
 • 18“ álfelgur
 • Halogen þokuljós að framan
 • Regnskynjari í þurrkum
 • Fjarstýrðar rúður og inndraganlegir hurðaspeglar (lykilstýring)
 • Tvöföld tölvustýrð loftkæling
 • Fjarlægðarskynjarar (framan og aftan)
 • Bakkmyndavél
 • Baksýnisspegill með glýjuvörn
 • LSF vitræn hæghraðastilling
 • Flipaskipting í stýri
 • Leðurklætt stýri
 • Leðurklædd gírstöng (aðeins í beinskiptum bílum)
 • Honda CONNECT með Garmin leiðsögukerfi: 7“ snertiskjár,
 • AM/FM/DAB stafrænt útvarp, Apple CarPlay®, Android Auto™, netútvarp, Aha™ appið og netvafra*
 • 2 x USB tengi fyrir framsæti
 • 2 x USB tengi fyrir aftursæti (aðeins fyrir hleðslu)

Lifestyle

2.0 i-MMD Hybrid - 184 hestöfl - AWD

Til viðbótar við búnað í Elegance útfærslu
er þetta innifalið í búnaði á Lifestyle útfærslu:
 • LED þokuljós að framan
 • Þakbogar
 • Skyggt gler
 • Leðuráklæði
 • Bakstuðningur fyrir ökumann og farþega
 • Inniljós (ökumaður/farþegi -gólf/handfang)
 • Lykillaust aðgengi og ræsing
 • Afísing í þurrkum
 • BSI blindbletta- og hliðarumferðaviðvörun
 • Virk beygjuljós

Sport Line

2.0 i-MMD Hybrid - 184 hestöfl - AWD

Til viðbótar við búnað í Elegance útfærslu
er þetta innifalið í búnaði á Sport Line útfærslu:
 • 18" álfelgur (svartar)
 • Leðuráklæði
 • Dökkar króm áherslur
 • Dökkir listar í innréttingu

Executive

2.0 i-MMD Hybrid - 184 hestöfl - AWD - sjálfskiptur

Til viðbótar við búnað í Lifestyle útfærslu
er þetta innifalið í búnaði á Executive útfærslu:
 • Opnanlegt glerþak
 • Gegnsær skjár í sjónlínu
 • Hiti í stýri
 • Hiti í aftursætum
 • Handfrjáls aðgangur að farangursrými
 • Rafstýrð stilling á ökumannssæti með minni

Tækni

 

Útbúnaður

 
*Heimild: JATO Dynamics (Sölutímabil: Janúar 2015 - desember 2017). Markaðir eru EU + EFTA, NAFTA, Kína, Japan, Brasilía, Rússland, Indland, Indónesía, Ástralía, Argentína, Suður-Afríka, Suður-Kórea, Taíland og Víetnam. Á myndinni er CR-V 1.5 i-VTEC TURBO Executive í Premium Crystal Red Metallic lit.