Söluhæsti* sportjeppi heims hefur verið endurbættur og endurhannaður. Útkoman er einstök blanda af djörfu og afgerandi útliti ásamt háþróuðu verkviti. CR-V er hannaður fyrir alla sem hafa ástríðu fyrir að því að keyra og með nýju 1.5 VTEC TURBO bensínvélinni og nýju 2.0 i-MMD hybrid vélinni verður hver ökuferð einstök upplifun. Í fyrsta sinn er CR-V nú fáanlegur í sjö sæta útfærslu í völdum bensínbílum.
Útlínur nýja CR-V bílsins eru kunnuglegar en hönnunin er ný frá grunni. Hver einasta rennilega lína, allt frá sterklegum hjólbogum til fallega mótaðrar vélarhlífar, var þróuð til að bæta frammistöðu og hámarka loftaflfræðilega skilvirkni.
Við höfum þróað fjölbreytta tækni til að gera akstur í CR-V að ánægjulegri upplifun. Nýi upplýsingaskjárinn í höfuðhæð veitir nauðsynlegar upplýsingar í sjónlínu ökumanns og ekki þarf að líta af veginum. Með aðgerðarhnöppum í stýri er hægt að kalla fram ítarlegar uppýsingar og birta á stafrænum skjá í mælaborði. Miðlægur 7“ Honda CONNECT* snertiskjár tengist auðveldlega við snjallsímann þinn og þú hefur aðgang að öppum, tengiliðum, tölvuskeytum, tónlistarstreymi og fleiru. Þú ert í sambandi við heiminn og allt sem þér finnst skemmtilegt.
Það fylgir þér margt í þínu daglega lífi, svo við vildum hanna farþegarými sem gæti hentað öllum þínum þörfum. Nýr CR-V býður upp á sveigjanlegt og praktískt rými með snjöllum lausnum, hannað af einstakri útsjónarsemi, mikið fótarými og einstaklega gott farangursrými eða yfir 1.700 lítra með niðurfelld aftursæti.Innréttingin var einnig hönnuð með það í huga að gera þér lífið auðveldara, með þægilegum lausnum eins og handfrjálsri opnun á afturhlera, niðurfellanlegum sætum með einu handtaki og sléttu gólfi í farangursrými til að auðvelda hleðslu farangurs. Ef þú þarft að flytja fleiri en fimm farþega er það ekkert mál, nú er CR-V fáanlegur 7 manna í völdum útfærslum.
Okkar næsta hybrid kynslóð er kynnt fyrir Evrópu í nýja CR-V bílnum. Þar fara saman öflug 2.0 lítra bensínvél og hátæknilegir rafmótorar (i-MMD). Þessi snjalla samsetning gefur bílnum einstaka aksturseiginleika. i-MMD tækni er snjöll því með henni er stöðugt fylgst með afköstum og sparneytni CR-V til að ákvarða hvernig aflið verður nýtt best og þannig skiptir hún lipurlega og hikstalaust milli þriggja akstursmáta: Vélarafl, hybrid og hreint rafafl.