HR-V
  • NÝTT ÚTLIT Á TVINNBÍL

    Innan tíðar er von á nýjum HR-V. Hvert einasta atriði rennilega borgarjeppa er hannað með tilliti til þarfa farþeganna. Rafgeyminum og eldsneytistanknum er haganlega fyrirkomið þar sem þeir ganga ekki á innanrýmið. Loftdreifikerfið skapar notalegt andrúmsloft í farþegarýminu með því að beina þýðum andvara að farþegunum.

 

Snöggt yfirlit yfir nýjungarnar 

Skýr einfaldleiki

Yfirbygging HR-V ber með sér nútímalega og hófstillta hönnunarnálgun. Í framsveigðum formlínum og mjúkum yfirborðsflötum felst skýr og nútímalega hönnunarnálgun Honda.

Sjálfhlaðandi tvinnbíll

Tvinnaflrásin í HR-V e:HEV er einstaklega viðbragðsþýð. Henni fylgja þrjár akstursstillingar sem eru valdar með sjálfvirkum hætti eftir akstursaðstæðum hverju sinni.

Haganlega útbúinn

Fjölhæfa Magic sætauppröðunin í HR-V stuðlar í senn að einstaklega fjölbreytilegum geymslulausnum og ríkulegu farangursrými ásamt þægilegu rými fyrir farþega til að teygja úr sér.

Ávallt tengdur

Með háþróaða og notendavæna HMI kerfinu er leikur einn að skipta á milli snjallappa og tengja eigendur HR-V með snurðulausum hætti við umheiminn.

EVRÓPUFRUMSÝNING

Við Evrópufrumsýninguna á nýjum HR-V gefst kostur á nánari og persónulegri kynnum á þessum nýja, spennandi og sportlega tvinnborgarjeppa.

Afkastageta og öryggi

e:HEV tvinnaflrásin skapar akstursupplifun sem einkennist af akstursánægju og hagkvæmni. Honda SENSING tæknin aðstoðar ökumenn við aksturinn og er framlag okkar til umferðaröryggis.

  • Glæsilegur og hagnýtur

    Hönnun HR-V gengur út á að bílinn sé jafnt glæsilegur útlits og hagnýtur. Áherslan í innanrýminu er á mikið og opið rými. Hið einstaka loftdreifikerfi (Air Diffusion) magnar enn frekar upp tilfinninguna fyrir opnu rými með því að beina mildu loftflæði til hliðar og ofan við farþegana.

Skráið ykkur

Skráið ykkur og fáið reglulega upplýsingar um nýjan og endurhannaðan Honda HR-V með e:HEV tvinnaflrásinni.

Skráning