Næsta kynslóð e:HEV blendingstækni veitir rafmagnaða og kraftmikla akstursupplifun í nýju Jazz-línunni með frábærum afköstum og hagkvæmi ásamt lítilli losun. Allar gerðirnar eru með rafakstursham og geta því ekið á 100% hljóðlátri raforku.
Þessi þróaða tækni þýðir að nýi Jazz-bíllinn á sannarlega heima í nútíma akstursumhverfi.
Í nýju Jazz-línunni er nýjasti Honda SENSING öryggisbúnaðurinn og aðstoðarkerfi ökumanns. Öryggið hefur verið aukið með nýjum loftpúða í miðju og fyrir hné ökumanns og snjallpúðar fyrir aftursætin. Þetta skapar fullkomið öryggi fyrir þig og farþegana.
Allt í lífi þínu kemst fyrir í nýja Jazz og Jazz Crosstar. Töfrasætin okkar veita allan sveigjanleikann sem þörf er fyrir.
Aftursætin er hægt að stilla á margan hátt með einu handtaki og þar með er hægt að flytja allt frá brimbrettum til lítilla trjáa. Þau má leggja niður í golf til að fá aukið burðarrými eða lyfta þeim upp til að nýta hæðina í bílnum.
Lífið er betra í góðu sambandi. Nýju Jazz-bílarnir tengja þig við umheiminn með nýjustu upplýsingatækninni. Stafræna DAB-útvarpið býður upp á úrval stöðva en nýi 9” snertiskjárinn er í snjallsímastíl og rímar vel við Android Auto og Apple CarPlay*. Hægt er að fjartengjast Jazz með My Honda-appinu og þá er meðal annars hægt að læsa og opna og senda áfangastaði í leiðsögukerfið.
Raddstýrði aðstoðarmaðurinn (Honda Personal Assistant) getur haldið uppi eðlilegum samræðum við þig með textaskilningi til að læra hvað er viðeigandi að bjóða þér. Ef þú vilt fá veðurspána, finna góða tónlist eða velja veitingastað, þá er hann til taks.
Verðlisti | ||||
| ||||
Bæklingur | ||||
|
Nýja Jazz línan er komin með háþróað e:HEV hybrid kerfi og straumlínulagað nútímalegt útlit. Rúmgóður að innan og nettur að utan, hann er sannarlega snjall bíll fyrir kröfuharða.
Veldu á milli fágaðrar hönnunar Jazz 5 dyra eða nýja frísklega Crosstar útfærslu sem hentar vel fyrir áhugamálin og útivist.